Fótbolti

Síðasta æfingin fyrir stórleikinn - Myndir

Myndir / Daníel Rúnarsson
Nú er bara tæpur sólarhringur í leik Íslands og Svíþjóðar á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu en liðin mætast í átta liða úrslitunum í Halmstad á morgun.

Bæði liðin fengu að æfa á keppnisvellinum, Örjans Vall, í dag en sól og hiti settu sinn svip á báðar þessar æfingar. Það má búast við að sólin og hitinn komi líka til með að gera leikmönnum erfiðara fyrir í leiknum á morgun.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á æfingunum á Örjans Vall í dag og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan.

Sænska liðið æfði á undan íslensku stelpunum og á sama tíma dags og leikur liðanna fer fram á morgun en hann hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×