Fótbolti

Margrét Lára sterk í sænskunni á blaðamannafundinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir og Sigurður Ragnar Eyjólfsson voru fulltrúar Íslands á blaðamannafundi í dag þar sem farið var yfir leik Íslands og Svíþjóðar í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar.

Það vakti vissulega athygli að blaðamannafundurinn fór að mestu fram á sænsku og nær öllum spurningum var beint til Margrétar Láru.

Sigurður Ragnar átti reyndar upphafsorðin á ensku en síðan var skipt yfir í sænsku þar sem Margrét Lára lék við hvern sinn fingur.

Margrét Lára var spurð út í allt milli himins á jarðar, gullfiskinn SigurWin, Lars Lagerbäck, taktík íslenska liðsins á móti kantspili og undirbúning liðsins fyrir vítakeppni.



Margrét Lára komst vel frá sínu og er orðin mjög sterk í sænskunni. Fyrir áhugamann var ekki mikinn mun að finna á henni og heimamönnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×