Enski boltinn

Reina að yfirgefa Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Samkvæmt heimildum BBC er spænski markvörðurinn Pepe Reina á leiðinni  frá Liverpool til Napoli á láni út næsta tímabil.

Rafael Benítez, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er nú við stjórnvölinn hjá Napoli og þykir líklegt að Reina hafi áhuga á að hitta fyrir sinn fyrrum stjóra á Ítalíu.

Svo virðist sem Reina verði ekki lengur aðal markvörður Liverpool en félagið festi kaup á Belganum Simon Mignolet frá Sunderland fyrr í sumar og þá aðallega til að veita Reina samkeppni.

Belginn gæti endað sem aðal markvörður Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×