Fótbolti

Lotta búin að skora þrjú mörk á móti Íslandi á árinu

Óskar Ófeigur Jónsson í Halmstad skrifar
Lotta Schelin.
Lotta Schelin. Mynd/AFP
Lotta Schelin, framherji og fyrirliði sænska landsliðsins, skoraði bæði mörk Svía í 2-0 sigri á Íslandi í apríl og eitt af sex mörkum liðsins í 6-1 sigri á Íslandi í Algarve-bikarnum í mars.

Schelin er þar með búin að skora þrjú mörk á móti Íslandi á árinu en Kosovare Asllani skoraði tvö mörk í leiknum á Algavre. Annað marka Schelin í Vaxjö í apríl var fimmtugasta mark hennar fyrir sænska landsliðið.

Schelin hefur alls skorað 9 mörk í 11 landsleikjum á þessu ári og mörkin fyrir sænska landsliðið eru núna orðin 57 í 124 leikjum. Lotta Schelin hefur skorað þrjú mörk á EM til þessa eða einu marki meira en allt íslenska liðið. Lotta Schelin er markahæst á EM 2013 ásamt liðsfélaga sínum Nillu Fischer.

Þóra Björg Helgadóttir var í íslenska markinu í báðum leikjunum á móti Svíum en Guðbjörg Gunnarsdóttir mun nær örugglega standa í markinu í dag.

Leikur Íslands og Svíþjóðar í átta liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×