Enski boltinn

Leikmenn Southampton gengu yfir sjóðheit kol

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Southampton, fer aðrar leiðir en margir til að efla liðsandann hjá liðinu.

Á dögunum gengu leikmenn liðsins yfir sjóðandi heit kol í æfingaferð sem liðið er nú í.

Hér að ofan má sjá myndband af atvikinu en gangan hefst eftir átta og hálfa mínútu.

Southampton leikur í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafnaði í 14. sæti deildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×