Fótbolti

Leikmaður 11. umferðar: Einbeiti mér núna bara að boltanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leggur allttil hliðar og ætlar sér langt.
Leggur allttil hliðar og ætlar sér langt. fréttablaðið/stefán
Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, er leikmaður 11. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu að mati Fréttablaðsins. Leikmaðurinn átti stórleik í 2-1 sigri liðsins gegn toppliði KR og lagði grunninn að stigunum þremur.

„Þetta er búið að vera mjög gott sumar hjá mér persónulega,“ sagði Ögmundur Kristinsson.

„Ég tók þá ákvörðun að taka mér frí frá námi í vetur og einbeitti mér alfarið að fótboltanum. Ég æfði tvisvar á dag í allan vetur og hef aldrei verið í betra standi. Ég hef haft frábæra þjálfara í gegnum tíðina og einn af bestu markvörðum Íslands, Birkir Kristinsson, hefur verið mér innan handar undanfarin ár. Hann hefur mikla þekkingu og reynslu og hefur kennt mér mikið.“

Framarar hafa litið betur út með hverjum leiknum í sumar.

„Úrslitin eru að detta mun meira með okkur í sumar og það hefur haft góð áhrif á sjálfstraust liðsins. Núna er bara að halda áfram á sömu braut.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×