Enski boltinn

Benteke hefur gert nýjan samning við Aston Villa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Christian Benteke við æfingasvæði Villa.
Christian Benteke við æfingasvæði Villa. Mynd / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Christian Benteke hefur gert nýjan fjögurra ára samning við enska knattspyrnuliðið Aston Villa.

Leikmaðurinn tilkynnti nú á dögunum að hann vildi losna frá félaginu en margt hefur greinilega breyst síðan þá.

„Ég ræddi lengi við leikmanninn um framtíð hans hjá félaginu,“ sagði Paul Lampert knattspyrnustjóri liðins.

„Það er mitt álit að það besta í stöðunni fyrir Benteke er að verða áfram í herbúðum okkar. Hann var magnaður fyrir klúbbinn á síðustu leiktíð og vonandi heldur það áfram.“

Benteke gerði 19 mörk fyrir Villa á síðust leiktíð og því var mikilvægt fyrir félagið að halda honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×