Fótbolti

Sif Atladóttir: Það mun hjálpa okkur að þekkja þær

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Mér líður rosalega vel og ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegur leikur,“ segir Sif Atladóttir, í samtali við Óskar Ófeig Jónsson sem staddur er í Halmstad.

Ísland mætir Svíþjóð í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í Svíþjóð í stórleik ársins í kvennaknattspyrnunni á Íslandi á morgun klukkan 13:00

„Ég segi við alla blaðamenn hér úti að það sé bara 50% líkur á sigri á morgun, á meðan allir halda að þetta verði bara léttur leikur fyrir Svíana.“

„Við höfum mætt þeim tvisvar á þessu ári og þá virkaði okkar lið ekki sem skildi saman og fátt gekk upp. Á þessu móti höfum við verið að bæta okkur mikið sóknarlega og það mun hjálpa okkur á morgun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×