Fótbolti

Rakel: Þægilegt að vita aðeins meira um þær en hin liðin

Óskar Ófeigur Jónsson í Halmstad skrifar
Rakel Hönnudóttir
Rakel Hönnudóttir Mynd/Daníel
Rakel Hönnudóttir hefur spilað alla þrjá leiki Íslands á EM og hefur staðið sig vel og hefur hún eflaust hlaupið meira en margir í íslenska liðinu.

„Skrokkurinn er svolítið lemstraður og ég er komin með nokkra marbletti. Við erum bara góðar, fáum nú aukadag til þess að jafna okkur og það er kærkomið," segir Rakel.

„Við erum bara að taka því rólega og það er mikið í gangi hjá okkur. Við röltum um, tókum rólega æfingu í gær og það verður ekki mikið tempó á æfingu í dag. Það er mjög erfitt að spila 90 mínútur í þremur leikjum á svona stuttum tíma og maður þarf bara að reyna að jafna sig," segir Rakel.

Hverjir eru hættulegustu leikmenn Svía í leiknum í dag?

„Það er framherjinn Lotta Schelin. Hún er mjög góð og búin að skora eitthvað á mótinu. Þær eru líka með rosalega góðan miðjumann sem er rosagóður spyrnu- og sendingamaður. Við þurfum að passa hana líka og svo er miðvörðurinn Nila Ficher svakalega góður skallamaður. Við þurfum að vera mjög vel vakandi í föstum leikatriðum," segir Rakel.

Margir leikmenn íslenska liðsins spila í Svíþjóð og þekkja því vel flesta leikmannanna í sænska landsliðinu. „Það er mjög þægilegt að vita aðeins meira um þær heldur en hin liðin," segir Rakel.

Leikur Íslands og Svíþjóðar í átta liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×