Hallbera: Fannst það athyglisvert að ég hafi farið í Húsmæðraskólann Óskar Ófeigur Jónsson í Halmstad skrifar 21. júlí 2013 11:00 Hallbera Guðný Gísladóttir. Mynd/Daníel Hallbera Guðný Gísladóttir var hress og til í slaginn þegar blaðamannamaður Vísis hitti á hana í gær. Hallbera hefur spilað vel á mótinu og er einn af leikmönnum liðsins sem hefur ekki farið útaf í eina mínútu. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sér stærsti leikurinn sem ég hef spilað," segir Hallbera. „Við þekjum þær ágætlega, bæði úr deildinni hérna í Svíþjóð og svo erum við búnar að mæta þeim dálítið oft undanfarin ár og þar á meðal tvisvar á þessu ári. Við vitum alveg við hverju við eigum að búast," segir Hallbera. Hallbera og félagar hennar í íslenska landsliðinu ætla að nota umræðuna um að leikurinn sé formsatriði fyrir Svía. „Ég held að þær séu aðeins einbeittari en svo að fara að hugsa að þær séu öruggar inn í næsta leik. Það er auðvelt að láta glepjast af þessari umræðu og það peppar okkur upp að það sé verið að skrifa svona. Við viljum sýna það að þær eru ekki að fara labba yfir okkur," segir Hallbera. „Ég veit ekki hvort að það sé bara gott að við drullutöpuðum fyrir þeim á Algarve og að þær séu kannski með þann leik í hausnum. Við vitum samt að þetta verður ekkert svoleiðis á morgun (í dag) Við vorum að spila frábærlega sem lið á móti þeim í Vaxjö, þær fengu ekki mörg færi og skoruðu síðasta markið í lokin. Mér finnst við vera að spila betur núna en við vorum að gera þá. Þær eru eflaust búnar að breyta einhverju en ef við höldum áfram að spila betur en við gerðum í vor þá mun ekki vera auðvelt fyrir þær að skora," segir Hallbera. Sænska liðið er búið að skora níu mörk á EM eða sjö mörkum meira en íslenska liðið. „Þær spiluðu á móti slöku liði Finna og unnu þá 5-0. Finnarnir áttu þá alls ekki nógu góðan dag og Svíarnir áttu á móti mjög góðan dag. Þær eru með frábært sóknarlið en við erum búnar að vera spila mjög vel sem heild. Það er ekki búið að vera auðvelt að skora á okkur. Það er helst að Þjóðverjarnir náðu að setja á okkur en annars erum við búnar að vera þéttar sem lið," segir Hallbera. Hallbera er að spila í Svíþjóð og hefur eins og fleiri í liðinu farið í mörg viðtöl á sænsku. „Maður er farin að tala þessa sænsku eins og að drekka vatn. Þeir eru búnir að spyrja út í fiskinn og svo fréttu þeir af því að ég hefði farið í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Þeim fannst það athyglisvert. Þeir hafa í rauninni minnstan áhuga á fótboltanum. Þeir eru dálíitið búnir að ákveða það að Svíarnir séu að fara að vinna þetta. Þeir skrifa því meira um gullfiskinn og eitthvað svoleiðis. Við erum alveg klárar í þetta og það verður bara ennþá skemmtilegra að nudda salti í sárin eftir þennan leik," segir Hallbera að lokum. Leikur Íslands og Svíþjóðar í átta liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma. Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir var hress og til í slaginn þegar blaðamannamaður Vísis hitti á hana í gær. Hallbera hefur spilað vel á mótinu og er einn af leikmönnum liðsins sem hefur ekki farið útaf í eina mínútu. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sér stærsti leikurinn sem ég hef spilað," segir Hallbera. „Við þekjum þær ágætlega, bæði úr deildinni hérna í Svíþjóð og svo erum við búnar að mæta þeim dálítið oft undanfarin ár og þar á meðal tvisvar á þessu ári. Við vitum alveg við hverju við eigum að búast," segir Hallbera. Hallbera og félagar hennar í íslenska landsliðinu ætla að nota umræðuna um að leikurinn sé formsatriði fyrir Svía. „Ég held að þær séu aðeins einbeittari en svo að fara að hugsa að þær séu öruggar inn í næsta leik. Það er auðvelt að láta glepjast af þessari umræðu og það peppar okkur upp að það sé verið að skrifa svona. Við viljum sýna það að þær eru ekki að fara labba yfir okkur," segir Hallbera. „Ég veit ekki hvort að það sé bara gott að við drullutöpuðum fyrir þeim á Algarve og að þær séu kannski með þann leik í hausnum. Við vitum samt að þetta verður ekkert svoleiðis á morgun (í dag) Við vorum að spila frábærlega sem lið á móti þeim í Vaxjö, þær fengu ekki mörg færi og skoruðu síðasta markið í lokin. Mér finnst við vera að spila betur núna en við vorum að gera þá. Þær eru eflaust búnar að breyta einhverju en ef við höldum áfram að spila betur en við gerðum í vor þá mun ekki vera auðvelt fyrir þær að skora," segir Hallbera. Sænska liðið er búið að skora níu mörk á EM eða sjö mörkum meira en íslenska liðið. „Þær spiluðu á móti slöku liði Finna og unnu þá 5-0. Finnarnir áttu þá alls ekki nógu góðan dag og Svíarnir áttu á móti mjög góðan dag. Þær eru með frábært sóknarlið en við erum búnar að vera spila mjög vel sem heild. Það er ekki búið að vera auðvelt að skora á okkur. Það er helst að Þjóðverjarnir náðu að setja á okkur en annars erum við búnar að vera þéttar sem lið," segir Hallbera. Hallbera er að spila í Svíþjóð og hefur eins og fleiri í liðinu farið í mörg viðtöl á sænsku. „Maður er farin að tala þessa sænsku eins og að drekka vatn. Þeir eru búnir að spyrja út í fiskinn og svo fréttu þeir af því að ég hefði farið í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Þeim fannst það athyglisvert. Þeir hafa í rauninni minnstan áhuga á fótboltanum. Þeir eru dálíitið búnir að ákveða það að Svíarnir séu að fara að vinna þetta. Þeir skrifa því meira um gullfiskinn og eitthvað svoleiðis. Við erum alveg klárar í þetta og það verður bara ennþá skemmtilegra að nudda salti í sárin eftir þennan leik," segir Hallbera að lokum. Leikur Íslands og Svíþjóðar í átta liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma.
Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira