Fótbolti

Sigurður Ragnar: Smá þreyta í hópnum en við verðum klárar

Óskar Ófeigur Jónsson í Halmstad skrifar
„Staðan er ágæt á okkur, það er nokkuð mikil þreyta í hópnum,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, í samtali við Óskar Óskar Ófeig Jónsson í Halmstad í Svíþjóð.

Íslands mætir Svíþjóð í 8-liða úrslitum Evrópukeppni kvenna á morgun í stærsta leik í sögu kvenna landsliðsins.

„Við erum búnar að spila þrjá leiki á síðastliðnum sjö dögum. Við tókum því mjög rólega á æfingu í dag og stelpurnar eru bara í því að safna kröftum núna.“

„Hólmfríður Magnúsdóttir verður í leikbanni í leiknum og það er nokkuð mikið skarð sem við verðum að fylla.“

„Þær sem byrja inná á morgun og koma jafnvel inná af varamannabekknum eru góðir leikmenn og verða klárar í verkefnið.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×