Enski boltinn

Hinn 39 ára Kevin Phillips gerir eins árs samning við Crystal Palace

Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnumaðurinn Kevin Phillips hefur skrifað undir eins árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace. 

Þessi 39 ára framherji kom til félagsins á láni frá Blackpool um mitt síðasta tímabil og skoraði mikilvægasta mark tímabilsins fyrir Crystal Palace gegn Watford á síðustu leiktið, markið sem kom þeim upp í ensku úrvalsdeildina.

„Ég er himinlifandi með þessa ákvörðun mína,“ sagði Phillips.

„Tíminn minn hér á síðustu leiktíð var stórkostlegur. Það er mikill heiður að fá tækifæri til þess að leika á ný í deild þeirra bestu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×