Fótbolti

Sara Björk: Þessar yfirlýsingar setja meiri pressu á Svíana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
„Okkur líður bara vel hér í Halmstad,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir í samtalið við Óskar Ófeig Jónsson í Svíþjóð fyrri í dag.

Íslensku stelpurnar etja kappi við heimamenn í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu klukkan 13:00 á morgun og hefur íslenskt A-landslið aldrei staðið í þeirri stöðu.

„Þær sænsku hafa verið með rosalega yfirlýsingar en það er bara af hinu góða og setur bara meiri pressu á þær.“

„Við erum bara mjög spenntar að komast í þennan leik og ætlum okkur að skemma fyrir heimamönnum.“

„Við ætlum að vera mjög þéttur á morgun og beita skyndisóknum á þær sænsku.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×