Dagný: Ekki þreyttar, bara hungraðar í meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2013 16:00 Dagný Brynjarsdóttir í Halmstad Mynd / Daníel Rúnarsson Dagný Brynjarsdóttir stökk fram í sviðsljósið með frábærri frammistöðu sinni á móti Hollandi á miðvikudaginn. Þessi 21 árs miðjumaður úr Val skoraði sigurmarkið í leiknum og skaut Íslandi um leið inn í átta liða úrslitin á EM í Svíþjóð. Vísir hitti á Dagnýju á hóteli íslenska liðsins í gær. „Við erum ekki þreyttar, við erum bara hungraðar í meira. Það er gaman að fá að Svía á heimavelli þeirra. Við ætlum að reyna að skemma drauminn þeirra að vinna titilinn á heimavelli," segir Dagný. „Þeir eru að vanmeta okkur aðeins og við erum búnar að tapa tvisvar fyrir þeim á árinu. Við erum betri núna heldur en þá og erum að toppa í júlí en ekki mars og april. Við eigum eftir að koma svolítið á óvart," segir Dagný. „Það er mikilvægt fyrir okkur að spila góða og agaða vörn. Við þurfum að vera skipulagðar og nýta svo færin sem við fáum," segir Dagný. Það kom ekki í ljós fyrr en seint á fimmtudagskvöldið að íslenska liðið væri að fara að mæta Svíunum. „Við vorum að fylgjast með. Það var reyndar dregið klukkan hálf tólf um kvöldið þannig að við vorum eiginlega allar inn á okkar herbergjum. Við fögnuðum í sitthvoru lagi," segir Dagný. „Við erum búnar að heyra að það verði uppselt á leikinn. Þetta er stærsti leikur sem íslenskt kvennalið hefur spilað eða bara knattspyrnulið á Íslandi hefur spilað. Ég held að allir séu mjög spenntir. Þær eiga eftir að hafa fólkið með sér en Íslendingarnir eru svo háværir. Okkar fólk átti stúkuna í síðustu tveimur leikjum og ég vona að við fáum fleiri frá Íslandi því að einhverjir eru farnir heim núna," segir Dagný. Hún er ekki að kippa sér mikið upp við alla athyglina sem hún hefur fengið eftir markið mikilvæga og frammistöðuna á móti Hollandi. „Ég fékk alveg athygli fyrir að hafa skorað þetta mark en svo verður maður bara að koma sér aftur niður á jörðina og undirbúa sig fyrir næsta leik. Við náðum markmiðinu okkar með því að komast í átta liða úrslit og það þýðir ekkert að hætta þegar markmiðinu eru náð. Við verðum bara að halda áfram og fara lengra," segir Dagný. En hvað finnst henni um alla sænsku blaðamennina sem voru mættir á hótel íslenska liðsins. „Allt í einu erlendir blaðamenn farnir að hafa áhuga á okkur. Miðað við blöðin þá hafa þeir ekki mikla trú á okkur og þetta er áhugavert. Við gerum allt til að komast áfram," sagði Dagný að lokum. Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir stökk fram í sviðsljósið með frábærri frammistöðu sinni á móti Hollandi á miðvikudaginn. Þessi 21 árs miðjumaður úr Val skoraði sigurmarkið í leiknum og skaut Íslandi um leið inn í átta liða úrslitin á EM í Svíþjóð. Vísir hitti á Dagnýju á hóteli íslenska liðsins í gær. „Við erum ekki þreyttar, við erum bara hungraðar í meira. Það er gaman að fá að Svía á heimavelli þeirra. Við ætlum að reyna að skemma drauminn þeirra að vinna titilinn á heimavelli," segir Dagný. „Þeir eru að vanmeta okkur aðeins og við erum búnar að tapa tvisvar fyrir þeim á árinu. Við erum betri núna heldur en þá og erum að toppa í júlí en ekki mars og april. Við eigum eftir að koma svolítið á óvart," segir Dagný. „Það er mikilvægt fyrir okkur að spila góða og agaða vörn. Við þurfum að vera skipulagðar og nýta svo færin sem við fáum," segir Dagný. Það kom ekki í ljós fyrr en seint á fimmtudagskvöldið að íslenska liðið væri að fara að mæta Svíunum. „Við vorum að fylgjast með. Það var reyndar dregið klukkan hálf tólf um kvöldið þannig að við vorum eiginlega allar inn á okkar herbergjum. Við fögnuðum í sitthvoru lagi," segir Dagný. „Við erum búnar að heyra að það verði uppselt á leikinn. Þetta er stærsti leikur sem íslenskt kvennalið hefur spilað eða bara knattspyrnulið á Íslandi hefur spilað. Ég held að allir séu mjög spenntir. Þær eiga eftir að hafa fólkið með sér en Íslendingarnir eru svo háværir. Okkar fólk átti stúkuna í síðustu tveimur leikjum og ég vona að við fáum fleiri frá Íslandi því að einhverjir eru farnir heim núna," segir Dagný. Hún er ekki að kippa sér mikið upp við alla athyglina sem hún hefur fengið eftir markið mikilvæga og frammistöðuna á móti Hollandi. „Ég fékk alveg athygli fyrir að hafa skorað þetta mark en svo verður maður bara að koma sér aftur niður á jörðina og undirbúa sig fyrir næsta leik. Við náðum markmiðinu okkar með því að komast í átta liða úrslit og það þýðir ekkert að hætta þegar markmiðinu eru náð. Við verðum bara að halda áfram og fara lengra," segir Dagný. En hvað finnst henni um alla sænsku blaðamennina sem voru mættir á hótel íslenska liðsins. „Allt í einu erlendir blaðamenn farnir að hafa áhuga á okkur. Miðað við blöðin þá hafa þeir ekki mikla trú á okkur og þetta er áhugavert. Við gerum allt til að komast áfram," sagði Dagný að lokum.
Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira