Fótbolti

Katrín farin aftur heim til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir
Katrín Ómarsdóttir Mynd / Óskaró
Katrín Ómarsdóttir er ekki lengur með íslenska kvennalandsliðinu í Svíþjóð en það var ljóst að hún getur ekki spilað næstu vikunnar vegna tognunnar aftan í læri. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, sagði frá því á blaðamannafundi í kvöld að Katrín væri farin heim.

Katrín mun því ekki vera í kringum liðið fyrir leikinn við Svía í átta liða úrslitum keppninnar en íslenski hópurinn kom til Halmstad í dag. Leikurinn fer fram á sunnudaginn.

Katrín fór til Liverpool þar sem hún spilar með enska úrvalsdeildarliðinu en hún fer strax á fullt í endurhæfingu hjá sínu atvinnumannaliði.

Katrín meiddist í leiknum á móti Þjóðverjum fljótlega eftir að hún kom inn á sem varamaður í hálfleik. Katrín þurfti að fara útaf og eyddi Sigurður Ragnar síðustu skiptingunni sinni í að taka hana af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×