Fótbolti

Lagerbäck hélt stuttan "blaðamannafund" fyrir æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, var á æfingu íslenska liðsins í dag og sænska pressan var fljót að hópast í kringum hann þegar hann gaf kost á viðtölum.

Svíarnir eru greinilega mjög áhugasamir um það hve mikið Lars Lagerbäck ætlar að hjálpa við undirbúning íslenska liðsins á móti löndum sínum en Lagerbäck þjálfaði áður sænska karlalandsliðið og þekkir því vel til hjá sænska knattspyrnusambandinu.

Lars Lagerbäck er í mjög góðu sambandi við íslensku blaðamennina og hann sýndi þeim sænsku líka mikla þolinmæði í dag. Lagerbäck leggur þó áherslu á það að hann er hér bara til að styðja liðið og að hann líti ekki á sig sem hluta af þjálfarateyminu.

Lagerbäck segist þó hafa farið aðeins yfir tvo síðustu tvo leiki íslenska liðsins með Sigurði Ragnari og sagt sína skoðun á nokkrum hlutum en það sé síðan undir Sigurður Ragnari komið hvort að hann taki eitthvað mark á því sem hann segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×