Fótbolti

Það þarf að passa marga leikmenn hjá Svíum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Jónsdóttir fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins
Katrín Jónsdóttir fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins Mynd / Getty Images
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, er ein þeirra sem spilar í sænsku úrvalsdeildinni og þekkir því leikmenn sænska liðsins vel.

„Við verðum að spila jafn agaðan varnarleik og við gerðum á móti Hollandi og höfum gert í mótinu. Það heppnaðist best á móti Hollandi," segir Katrín um leikskipulagið á morgun en hvernig ætlar íslenska liðið að stoppa stórskotalið Svía.

„Það þarf að passa marga leikmenn. Það er ekki eins og hjá mörgum liðum á þessu móti þar sem liðinu eru pínulítið háð einum eða tveimur leikmönnum til að skora mörk. Þær eru með leikmenn bæði á miðjunni og frammi sem geta klárað leiki fyirr þær. Við þurfum að hafa gætur á mörgum leikmönnum hjá þeim og megum aldrei slaka á eða missa einbeitingu," segir Katrín.

Svíar eiga tvo markahæstu leikmenn mótsins í þeim  Nillu Fischer og Lottu Schelin. Katrín segir kosti og galla hafa fylgt því að mæta Svíum eða Frökkum

„Við fylgdumst með drættinum og það var spennandi. Það skiptir ekki málið því það lið sem við hefðum fengið hefði alltaf verið betra lið. Þetta þýddi að við fáum að mæta því liði sem heldur mótið og það var líka styttra ferðalag hingað. Það vori ýmsir kostir við þetta," segir Katrín.

„Við erum líka búnar að spila við þær nýlega og þekkjum þær aðeins betur en Frakkana akkurat núna. Við höfum mætt Frökkum oft áður en það er svolítið lengra síðan. En ef að við hefðum fengið Frakka þá hefði verið einn auka hvíldardagur. Það eru kostir og gallar við þetta allt," segir Katrín.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×