Enski boltinn

United með auðveldan sigur á úrvalsliði Ástralíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manchester United bar sigur út býtum, 5-1, gegn úrvalsliði áströlsku úrvalsdeildarinnar í æfingaleik en staðan var 2-0 fyrir United í hálfleik.

Jesse Lingard gerði tvö mörk fyrir Manchester United og sama má segja um framherjann Danny Welbeck sem gerði einnig tvö mörk. Welbeck fékk reyndar fjöldann allan af færum og hefði hæglega getað skorað mun fleiri mörk.

Robin van Persie gerði lokamark leiksins rétt fyrir leikslok. Besart Berisha gerði eina mark ástralska úrvalsliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×