Fótbolti

Veron tekur fram skóna á ný

Stefán Árni Pálsson skrifar
Juan Sebastian Veron lék með Manchester United á árunum 2001-2003.
Juan Sebastian Veron lék með Manchester United á árunum 2001-2003.
Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron hefur tekið þá ákvörðun að taka fram skóna á ný eftir að kappinn hafi lagt þá á hilluna árið 2012.

Veron er yfirmaður íþróttamála hjá argentínska knattspyrnuliðinu Estudiantes en hann mun leika með félaginu á næsta tímabili eftir eins árs frí.

Veron, sem er 38 ára, hefur leikið með fjöldann allan af stórliðum á sínum ferli og meðal annars með Sampdoria, Parma, Lazio, Manchester United    og Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×