Enski boltinn

Danny Graham fer á lán til Hull

Stefán Árni Pálsson skrifar
Enski knattspyrnumaðurinn  Danny Graham er farinn til Hull City á láni frá Sunderland en hann hefur ekki verið í náðinni hjá Paolo Di Canio, knattspyrnustjóra Sunderland.

Graham gekk í raðir Sunderland í janúar síðastliðnum og var dvöl hans þar mjög svo stutt.

Hull komst upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð og verður því Graham í eldlínunni á meðal þeirra bestu á Englandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×