Fleiri fréttir

Healy fær verðlaun frá UEFA

Michel Platini hefur tekið vel í þá hugmynd að verðlauna David Healy sérstaklega fyrir árangur hans með landsliði Norður-Írlands í undankeppni EM 2008.

Barcelona lagði Deportivo

Barcelona vann í kvöld 2-1 sigur á Deportivo í lokaleiknum í spænska boltanum. Eiður Smári Guðjohnsen satt allan tímann á varamannabekknum hjá Katalóníuliðinu sem er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir erkifjendunum í Real Madrid.

Wenger: Áttum tapið skilið

Arsene Wenger reyndi ekki að verja sína menn í dag eftir að lið hans tapaði fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni í 2-1 skell gegn Middlesbrough á Riverside.

Eiður á bekknum í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen verður á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar það tekur á móti Deportivo í lokaleiknum í spænska boltanum. Viðureignin hefst klukkan 20 og er sýnd beint á Sýn.

Fjórði útisigur West Ham á leiktíðinni

Íslendingalið West Ham vann í kvöld frábæran 1-0 útisigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni og lyfti sér í 10. sæti deildarinnar. Það var varamaðurinn Dean Ashton sem skoraði markið sem skildi að í leik sem þó fer ekki í sögubækurnar fyrir gæðaknattspyrnu.

Dýrmætur sigur hjá Tottenham

Tottenham vann í dag þýðingarmikinn sigur á Manchester City 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þá lyfti Bolton sér af fallsvæðinu með sannfærandi sigri á Wigan 4-1.

Nistelrooy að framlengja

Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid segist eiga von á því að fá nýjan samning í jólagjöf frá félaginu eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í sigri á Bilbao í gærkvöldi.

Inter á beinu brautinni

Ítalíumeistarar Inter Milan náðu í dag sjö stiga forystu á toppi A-deildarinnar með 4-0 sigri á Torono. Zlatan Ibrahimovic, Julio Cruz, Luis Jimenez og Ivan Cordoba skoruðu mörk liðsins.

Fyrsta tap Arsenal síðan í apríl

Arsenal varð í dag síðasta liðið til að tapa leik í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lá óvænt 2-1 fyrir spræku liði Middlesbrough á Riverside. Arsenal hafði ekki tapað í deildinni síðan í apríl, en Boro vann sinn fyrsta sigur í 10 leikjum í deildinni.

Klámmynd knattspyrnumanna til rannsóknar

Írska knattspyrnusambandið hefur nú til rannsóknar klámmyndband sem sýnir þrjá knattspyrnumenn í hópkynlífi með stúlku á hótelherbergi. Það var breska blaðið News of the World sem komst yfir myndbandið eftir að það rataði á Youtube í skamman tíma.

Hver er staðan hjá Mourinho?

Bresku blöðin eru mörg hver með ítarlega umfjöllun um landsliðsþjálfaraleitina á Englandi í dag. Mörg þeirra vilja meina að Jose Mourinho hafi þegar átt viðræður við enska knattspyrnusambandið, en sé frekar að hugsa um að taka við félagsliði.

Reading færði Liverpool fyrsta tapið

Reading vann í kvöld frækinn 3-1 sigur á Liverpool í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var fyrsta tap Liverpool á leiktíðinni.

Ferguson hrósaði Giggs

Sir Alex Ferguson var ánægður með sigurinn á Derby í ensku úrvalsdeildinni í dag en enn ánægðari með 100. deildarmark gamla refsins Ryan Giggs.

Auðveldur sigur hjá United

Manchester United vann auðveldan 4-1 sigur á Derby í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar aðeins leik Reading og Liverpool er ólokið.

Flottur sigur hjá Portsmouth

Portsmouth vann í dag góðan 3-1 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og skellti sér þar með í fimmta sæti deildarinnar tímabundið.

Reynið að vakna strákar

Knattspyrnustjórinn Juande Ramos hjá Tottenham hefur skorað á leikmenn sína að vakna upp af Þyrnirósarsvefni sínum og koma því inn í hausinn á sér að þeir séu að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Drogba fer í hnéuppskurð um helgina

Framherjinn Didier Drogba mun gangast undir aðgerð á hné um helgina og segir sjálfur að ekki hafi verið hægt að komast hjá því. Það er því ljóst að Chelsea verður líklega án eins af sínum allra bestu mönnum yfir jólavertíðina.

Riise sagði nei við Valencia

Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise hjá Liverpool hefur neitað tækifæri til að ganga í raðir Valencia á Spáni ef marka má viðtal við umboðsmann hans í norskum miðlum.

Ekki útilokað að Eiður fari frá Barcelona í janúar

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona, lét hafa það eftir sér í útvarpsviðtali á Spáni að ekki væri útilokað að Eiður færi frá félaginu í janúarglugganum.

Brown á leið frá United?

Nú þykir ólíklegt að varnarmaðurinn Wes Brown haldi áfram að leika með Englandsmeisturum Manchester United eftir að hann neitaði fjögurra ára samningi sem félagið bauð honum. Alex Ferguson segir að um lokatilboð hafi verið að ræða.

Katrín framlengir við Val

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára.

Ívar og Brynjar byrja gegn Liverpool

Nú klukkan 17:15 hefst lokaleikurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Reading tekur á móti Liverpool á Madejski leikvangnum í Reading. Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði heimamanna en leikurinn er sýndur beint á Sýn 2.

United hefur yfir 2-0 gegn Derby

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Lítið hefur verið skorað til þessa og rigningardemba og þoka eru að setja svip sinn á leikina á Englandi í dag.

Agbonlahor og O'Neill bestir í nóvember

Aston Villa hirti bæði verðlaun ensku úrvalsdeildarinnar fyrir nóvembermánuð. Martin O'Neill var útnefndur besti knattspyrnustjórinn og Gabriel Agbonlahor besti leikmaðurinn.

Mourinho: Af hverju ekki?

Jose Mourinho hefur nú gefið alvarlega til kynna að hann sé reiðubúinn að taka að sér starf landsliðsþjálfara í Englandi.

Eriksson setur líka boxbann

Sven-Göran Eriksson hefur bannað leikmönnum sínum í Manchester City að horfa á boxbardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather aðfaranótt sunnudagsins.

Anderlecht sætir rannsókn UEFA

Knattspyrnusamband Evrópu hefur opnað rannsókn á aðgerðum áhorfenda á leik Anderlecht og Tottenham í UEFA-bikarkeppninni í gær.

Grant ætlar sér að ná í gæðaleikmenn

Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ætla að ná sér í leikmenn í háum gæðaflokki þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi.

Sigurvin Ólafsson hættur hjá FH

Sigurvin Ólafsson ætlar ekki að framlengja samning sinn við bikarmeistara FH og hefur ekki ákveðið hvort hann ætli yfir höfuð að halda áfram að spila. Miðjumaðurinn staðfesti þetta í viðtali á fotbolti.net í dag.

Shinawatra vill Adriano

Thaksin Shinawatra, eigandi Manchester City, fer ekki leynt með áform sín hjá félaginu. Hann ætlar að krækja í föllnu stjörnuna Adriano frá Inter í janúar og segist þurfa nýjan miðjumann því Dietmar Hamann sé orðinn of gamall.

Baxter hættur hjá Helsinborg

Stuart Baxter sagði starfi sínu lausu sem þjálfari sænska liðsins Helsingborg í dag, aðeins viku eftir að hafa komið liði Ólafs Inga Skúlasonar í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða. Baxter tók við liðinu árið 2006 og stýrði því m.a. til sigurs í bikarkeppninni.

Enn seinkar endurkomu Neville

Bakvörðurinn Gary Neville þar enn og aftur að sætta sig við að bíða lengur með endurkomu sína með Manchester United eftir að hann varð fyrir enn einum meiðslunum.

Almunia klár í enska landsliðið

Spænski markvörðurinn Manuel Almunia hjá Arsenal er tilbúinn að skoða þann möguleika að gerast enskur ríkisborgari til að hjálpa landsliði þarlendra í markvarðakrísunni.

Rooney sendir kærustuna í fallhlífarstökk

Wayne Rooney þarf að sætta sig við að mega ekki stunda íþróttir eins og fallhlífastökk, skíðaiðkun og brimbrettareið, en það þýðir ekki að kærastan hans megi ekki gera það.

Sammi fékk sopa að launum

Mike Ashley, eigandi Newcastle, sýndi knattspyrnustjóranum Sam Allardyce þakklæti sitt á breska vísu þegar liðið náði að halda jöfnu gegn Arsenal í úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.

Svallarar bíða örlaga sinna

Framherjinn Claudio Pizarro hjá Chelsea fær nú bráðlega að vita hvort hann verður einn þeirra þriggja sem reknir verða úr landsliði Perú fyrir fyllerí og stóðlífi sem átti sér stað á hóteli liðsins milli landsleikja í síðasta mánuði.

Benitez bannar leikmönnum að horfa á boxið

Rafa Benitez er eflaust ekki vinsælasti maðurinn í herbúðum Liverpool í dag eftir að hann bannaði leikmönnum sínum að horfa á bardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather annað kvöld.

Neita viðræðum við Mourinho og Capello

Enska knattspyrnusambandið neitar að staðfesta að það hafi rætt við þá Jose Mourinho og Fabio Capello um að taka við enska knattspyrnusambandinu.

Enskir hafa sett sig í samband við Mourinho

Breska ríkissjónvarpið greindi frá því í morgun að forráðamenn enska knattspyrnusambandsins væru búnir að hafa samband við umboðsmann Jose Mourinho með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara.

Eiður fékk magakveisu

Eiður Smári Guðjohnsen gat ekki æft með Barcelona í gær þar sem hann fékk magakveisu. Hann var þó mættur á æfingu á nýjan leik í dag.

Sjá næstu 50 fréttir