Enski boltinn

Hver er staðan hjá Mourinho?

NordicPhotos/GettyImages

Bresku blöðin eru mörg hver með ítarlega umfjöllun um landsliðsþjálfaraleitina á Englandi í dag. Mörg þeirra vilja meina að Jose Mourinho hafi þegar átt viðræður við enska knattspyrnusambandið, en sé frekar að hugsa um að taka við félagsliði.

Mourinho hefur þótt líklegasti eftirmaður Steve McClaren hjá enska landsliðinu og svo virðist sem Englendingar séu sammála um að "Sá Einstaki" sé maðurinn í starfið.

Sky sjónvarpsstöðin náði tali af honum í heimalandinu á dögunum og þegar hann var spurður hvort kæmi til greina að taka við enskum sagði hann einfaldlega - "Því ekki það?"

Nú virðist hinsvegar sem Portúgalinn sé eitthvað að detta út úr myndinni og News of the World greinir frá því í dag að Mourinho hafi frekar í hyggju að taka við stóru félagsliði í Evrópu þrátt fyrir að hafa áhuga á að skoða enska landsliðið.

Sunday Express egir einnig að Mourinho muni ekki taka við landsliðinu heldur sé hann að bíða eftir því að Frank Rijkaard verði rekinn frá Barcelona og ætli sér að taka við þar á bæ.

Mail on Sunday og People eru hinsvegar á öndverðum meiði og þú fullyrða að það sé einmitt Mourinho sem sé líklegasti maðurinn til að verða ráðinn næsti landsliðsþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×