Enski boltinn

Reading færði Liverpool fyrsta tapið

Brynjar Björn Gunnarsson er hér í harðri baráttu við Steven Gerrard í leiknum í kvöld
Brynjar Björn Gunnarsson er hér í harðri baráttu við Steven Gerrard í leiknum í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Reading vann í kvöld frækinn 3-1 sigur á Liverpool í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var fyrsta tap Liverpool á leiktíðinni.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading í dag og það var Brynjar sem stal senunni í byrjun þegar Jamie Carragher braut á honum og Reading fékk vítaspyrnu. Hér var um rangan dóm að ræða því brotið átti sér greinilega stað fyrir utan vítateig, en Stephen Hunt skoraði af öryggi úr spyrnunni.

Steven Gerrard jafnaði metin fyrir Liverpool á 28. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Liverpool sótti án afláts en það var Kevin Doyle sem kom heimamönnum yfir með skalla á 60. mínútu. Enn bættu þeir rauðklæddu í sóknarleikinn og það kostaði liðið enn eitt markið þegr James Harper slapp einn inn fyrir vörn Liverpool, lék á Reina í markinu og skoraði.

Liverpool situr áfram í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig en Reading lyfti sér í 12. sætið með 17 stig eftir 16 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×