Fótbolti

Nistelrooy að framlengja

NordicPhotos/GettyImages

Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid segist eiga von á því að fá nýjan samning í jólagjöf frá félaginu eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í sigri á Bilbao í gærkvöldi.

Mikill hiti var á leiknum í gær og varð Iker Casillas markvörður m.a. fyrir flugeldi sem kastað var inn á völlinn. Real náði með sigrinum sjö stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni en það getur breyst eitthvað í kvöld.

Ruud van Nistelrooy gerði gæfumuninn fyrir Real í gær með því að skora sigurmarkið og vonast til að framlengja samning sinn við félagið fljótlega.

"Ég vona að ég fái nýjan samning frá jólasveininum," sagði Hollendingurinn, en gamli samingurinn hans rennur út árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×