Fótbolti

Inter á beinu brautinni

Zlatan skorar grimmt á Ítalíu
Zlatan skorar grimmt á Ítalíu NordicPhotos/GettyImages

Ítalíumeistarar Inter Milan náðu í dag sjö stiga forystu á toppi A-deildarinnar með 4-0 sigri á Torono. Zlatan Ibrahimovic, Julio Cruz, Luis Jimenez og Ivan Cordoba skoruðu mörk liðsins.

Roma missti af tækifæri til að halda í við meistarana með því að gera aðeins 1-1 jafntefli við Livorno. Pavel Nedved tryggði Juventus 1-0 heimasigur á Atalanta og Fabuo Quagliarella skoraði tvívegis fyrir Udinese í 3-2 sigri á Sampdoria.

Genoa tapaði 3-1 heima fyrir Siena og var þetta fyrsti útisigur gestanna á leiktíðinni. Þá vann Lazio 2-0 sigur a Catania og Empoli burstaði Cagliari 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×