„Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Hjörvar Ólafsson skrifar 14. ágúst 2025 21:03 Frederik Birk, þjálfari Bröndby, getur andað léttar. vísir / diego Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði að lið hans hefði sýnt betri hliðar þegar liðið mætti Víkingi í kvöld á Bröndby-Stadion en það gerði í leiknum á Víkingsvellinum fyrir viku síðan. Bröndby komst áfram í fjórðu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla með 4-0 sigri í leik liðanna í kvöld. „Fyrri hálfleikur gekk kannski ekki alveg eins og lagt var upp með. Við fáum á okkur rautt spjald og gekk ekki nógu vel að opna þá framan af. Við náðum hins vegar inn marki sem var mikilvægt og okkur óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Birk í samtali við Sýn Sport í leikslok. „Það var allt annað Bröndby-lið sem mætti til leiks í kvöld en gerði í fyrra leiknum og það er stóri munurinn á leikjunum tveimur. Við vorum nær því að spila á okkar getu og sýndum hvers megnugir við erum,“ sagði hann um muninn á leikjunum tveimur. „Með fullri virðingu fyrir Víkingi þá erum við með sterkara lið og það sást að mínu mati í þessum leik gæðamunurinn á liðunum. Við skoruðum fjögur fín mörk og komum okkur áfram eftir slakan leik á Íslandi,“ sagði Birk kampakátur. Aðspurður um hvort Birk hefði fundið fyrir pressu á sér og liðinu fyrir þennan leik sagði þjálfarinn: „Það er ávallt press að spila undir merkjum Bröndby og það var ekkert öðruvísi fyrir þetta verkefni en hefur verið og verður áfram. Bröndby er stórt lið með dyggan og fjölmennan hóp stuðningsmanna. Hjá Bröndby er og verður krafa um árangur og miklar væntingar um gott gengi. Það mun sem betur fer ekkert breytast.“ Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
„Fyrri hálfleikur gekk kannski ekki alveg eins og lagt var upp með. Við fáum á okkur rautt spjald og gekk ekki nógu vel að opna þá framan af. Við náðum hins vegar inn marki sem var mikilvægt og okkur óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Birk í samtali við Sýn Sport í leikslok. „Það var allt annað Bröndby-lið sem mætti til leiks í kvöld en gerði í fyrra leiknum og það er stóri munurinn á leikjunum tveimur. Við vorum nær því að spila á okkar getu og sýndum hvers megnugir við erum,“ sagði hann um muninn á leikjunum tveimur. „Með fullri virðingu fyrir Víkingi þá erum við með sterkara lið og það sást að mínu mati í þessum leik gæðamunurinn á liðunum. Við skoruðum fjögur fín mörk og komum okkur áfram eftir slakan leik á Íslandi,“ sagði Birk kampakátur. Aðspurður um hvort Birk hefði fundið fyrir pressu á sér og liðinu fyrir þennan leik sagði þjálfarinn: „Það er ávallt press að spila undir merkjum Bröndby og það var ekkert öðruvísi fyrir þetta verkefni en hefur verið og verður áfram. Bröndby er stórt lið með dyggan og fjölmennan hóp stuðningsmanna. Hjá Bröndby er og verður krafa um árangur og miklar væntingar um gott gengi. Það mun sem betur fer ekkert breytast.“
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira