Fótbolti

„Al­gjör­lega niður­brotinn eftir þetta tap“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen á hliðarlínunni í fyrri leik liðanna. 
Sölvi Geir Ottesen á hliðarlínunni í fyrri leik liðanna.  Vísir/Diego

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var í sárum þegar hann ræddi við Sýn Sport að loknu tapi Víkingsliðsins gegn Bröndby í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á Bröndby-Stadion í kvöld. 

„Þetta var bara eins slæmt og það gat orðið og við erum algjörlega niðurbrotnir. Ég sjálfur er gjörsamlega niðurbrotinn með þetta tap. Við komum vel inn í þennan leik og vorum þéttir til að byrja með. Fyrri hálfleikurinn var bara heilt yfir flottur,“ sagði Sölvi Geir eftir leikinn. 

„Við slökum hins vegar aðeins á eftir að við verðum einum leikmanni fleiri. Þeir ná að skora fyrri lok fyrri hálfleiks sem gefur þeim aukinn. Það slaknaði á orkustiginu hjá okkur og þeir nýttu sér það til fulls,“ sagði Sölvi Geir enn fremur. 

„Við töluðum um það í hálfleik við þyrftum að halda áfram að þora að spila og halda boltanum. Við náðum hins vegar ekki að tengja neinar sendingar og vorum flatir. Við sáum í raun aldrei til sólar í seinni hálfleik og Bröndby-menn gengu á lagið,“ sagði hann svekktur. 

„Við vorum 3-0 yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og það er svekkjandi að ná ekki að klára það. Leikmenn eru að sleikja sárin núna inni í klefa en svo er það bara að setja fullan fókus á deildina þar sem við erum enn í hörku baráttu um titilinn. 

Það er sárt að ná ekki að gera þetta að eftirminnilegu kvöld fyrir þá stuðningsmenn okkar sem lögðu leið sína til Kaupmannahafnar og studdu okkur í þessum leik. Við erum svekktir með frammistöðuna hjá okkuar, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Sölvi súr. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×