Enski boltinn

Mourinho, Lippi og Capello líklegastir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marcello Lippi stýrði Ítölum til sigurs á HM.
Marcello Lippi stýrði Ítölum til sigurs á HM. Nordic Photos / Getty Images

Ensku blöðin fjalla ítarlega um leit enska knattspyrnusambandsins að nýjum landsliðsþjálfara í dag.

Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Jose Mourinho vilji ekki taka að sér starf landsliðsþjálfara Englands en enska knattspyrnusambandið vill ræða við hann formlega þrátt fyrir það, segir í The Sun.

Sambandið mun hafa boðið Mourinho að koma til Lundúna til að ræða málin en blaðið segir að það hafi þegar rætt við umboðsmann hans um fjögurra ára samning sem myndi tryggja Mourinho 24 milljónir punda í laun.

The Times segir að enska knattspyrnusambandið muni á næstunni ræða formlega við Fabio Capello í vikunni en þó með þeim fyrirvara að fleiri komi enn til greina í starfið.

Einn þeirra er Ítalinn Marcello Lippi sem gerði Ítali að heimsmeisturum í Þýskalandi fyrir rúmu ári síðan.

Lippi mun vera opinn fyrir því að taka að sér starfið, segir The Daily Telegraph. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×