Enski boltinn

Reynið að vakna strákar

Juande Ramos vill beittara hugarfar hjá sínum mönnum
Juande Ramos vill beittara hugarfar hjá sínum mönnum NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnustjórinn Juande Ramos hjá Tottenham hefur skorað á leikmenn sína að vakna upp af Þyrnirósarsvefni sínum og koma því inn í hausinn á sér að þeir séu að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Liðið hefur aðeins tapað einum leik í öllum keppnum síðan Ramos tók við af Martin Jol, en þó hefur ekki verið neinn glæsibragur á leik þess til þessa. Þar er helst um að kenna hriplekri vörn liðsins og meiðsla varnarmanna.

"Raunveruleikinn er sá að við erum í bullandi fallbaráttu og það þýðir því ekkert fyrir strákana að fara að horfa í töfluna og hugsa um Evrópu eða eitthvað slíkt fyrr en þeir eru búnir að ná að vinna nokkra leiki," sagði Ramos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×