Yakubu er leikmaður 16. umferðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2007 11:59 Yakubu fagnar einu þriggja marka sinna gegn Everton um helgina. Nordic Photos / Getty Images SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA MYNDBAND AF LEIKMANNI UMFERÐARINNAR Yakubu skoraði þrennu fyrir Everton um helgina gegn Fulham og er leikmaður 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði mörkin þrjú öll í síðari hálfleik en þetta voru einu mörkin sem voru skoruð í leiknum. Um leið lék Everton sinn tíunda leik í röð án taps. Yakubu hefur nú skoraði níu mörk í fjórtán leikjum á tímabilinu og er handviss um að hann geti bætt sitt persónulega met sem er að skora nítján mörk á einu tímabili. Þeim árangri náði hann bæði með Middlesbrough og Portsmouth. Hins vegar gæti Afríkukeppnin sett strik í þann reikning. Í gær greindi hann frá því að hann hefði rætt við Berti Vogts, landsliðsþjálfara Nígeríu, og að þeir hefðu hreinsað það slæma loft sem var á milli þeirra. Hann sé því á leiðinni í Afríkukeppnina með landsliði Nígeríu. Yakubu segir að þrátt fyrir að hann missi af nokkrum leikjum vegna Afríkukeppninnar sé hann þess fullviss um að hann geti náð tuttugu mörkum. „Mér finnst ég verða sífellt sterkari og betri," sagði hann. „Þetta var fremur erfitt í upphafi en ég sagði sjálfum mér í sífellu að mörkin myndu koma. Ég missti aldrei trúna á sjálfum mér." Yakubu hóf feril sinn með Maccabi Haifa í Ísrael. Fyrsta árið hans var hann lánaður til Hapoel Kfar Saba en eftir að hann kom til baka vann hann tvo meistaratitla með félaginu og bætti mörg markamet með félaginu. Hann gekk svo til liðs við Portsmouth í janúar 2003 en um vorið varð félagið meistari í ensku 1. deildinni. Hann skoraði að meðaltali mark í öðrum hverjum leik fyrir félagið það tímabilið. Yakubu gekk vel fyrsta heila tímabilið sitt með Portsmouth og skoraði til að mynda fjögur mörk í einum og sama leiknum gegn Middlesbrough. Um sumarið vildu mörg félög fá hann til sín og voru tilbúin að borga háar fjárhæðir fyrir hann en hann ákvað að vera um kyrrt og hjálpa félaginu að festa sig í sessi í úrvalsdeildinni. Það gerði hann. Yakubu skoraði jöfnunarmarkið í mikilvægum leik við Bolton í maí 2005 sem tryggði Portsmouth úrvalsdeildarsætið það tímabilið. Yakubu fór til Middlesbrough um sumarið þar sem hann var í tvö ár. Hann kostaði félagið 7,5 milljónir punda og skoraði til að mynda eitt mark í ótrúlegum sigri 3-0 sigri á Chelsea fyrra tímabilið sitt en liðið vann einnig Manchester United og Arsenal á tímabilinu. Yakubu skoraði í báðum þeim leikjum. Hann var áfram eftirsóttur og ákvað á endanum að ganga til liðs við Everton fyrir 11,25 milljónir punda. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir aðeins tíu mínútur í sínum fyrsta leik er Everton vann Bolton, 2-1, á útivelli. Yakubu er sá Afríkumaður sem hefur skorað flest mörk í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og er væntanlega hvergi nærri hættur. Nafn: Yakubu Aiyegbeni Fæddur: 22. nóvember 1982 í Benin, Nígeríu. Félög: Julius Berger (Nígeríu), Maggabi Haifa (Ísrael), Hapoel Kfar Saba (Ísrael, lán), Portsmouth, Middlesbrough, Everton. Númer: 22. Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA MYNDBAND AF LEIKMANNI UMFERÐARINNAR Yakubu skoraði þrennu fyrir Everton um helgina gegn Fulham og er leikmaður 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði mörkin þrjú öll í síðari hálfleik en þetta voru einu mörkin sem voru skoruð í leiknum. Um leið lék Everton sinn tíunda leik í röð án taps. Yakubu hefur nú skoraði níu mörk í fjórtán leikjum á tímabilinu og er handviss um að hann geti bætt sitt persónulega met sem er að skora nítján mörk á einu tímabili. Þeim árangri náði hann bæði með Middlesbrough og Portsmouth. Hins vegar gæti Afríkukeppnin sett strik í þann reikning. Í gær greindi hann frá því að hann hefði rætt við Berti Vogts, landsliðsþjálfara Nígeríu, og að þeir hefðu hreinsað það slæma loft sem var á milli þeirra. Hann sé því á leiðinni í Afríkukeppnina með landsliði Nígeríu. Yakubu segir að þrátt fyrir að hann missi af nokkrum leikjum vegna Afríkukeppninnar sé hann þess fullviss um að hann geti náð tuttugu mörkum. „Mér finnst ég verða sífellt sterkari og betri," sagði hann. „Þetta var fremur erfitt í upphafi en ég sagði sjálfum mér í sífellu að mörkin myndu koma. Ég missti aldrei trúna á sjálfum mér." Yakubu hóf feril sinn með Maccabi Haifa í Ísrael. Fyrsta árið hans var hann lánaður til Hapoel Kfar Saba en eftir að hann kom til baka vann hann tvo meistaratitla með félaginu og bætti mörg markamet með félaginu. Hann gekk svo til liðs við Portsmouth í janúar 2003 en um vorið varð félagið meistari í ensku 1. deildinni. Hann skoraði að meðaltali mark í öðrum hverjum leik fyrir félagið það tímabilið. Yakubu gekk vel fyrsta heila tímabilið sitt með Portsmouth og skoraði til að mynda fjögur mörk í einum og sama leiknum gegn Middlesbrough. Um sumarið vildu mörg félög fá hann til sín og voru tilbúin að borga háar fjárhæðir fyrir hann en hann ákvað að vera um kyrrt og hjálpa félaginu að festa sig í sessi í úrvalsdeildinni. Það gerði hann. Yakubu skoraði jöfnunarmarkið í mikilvægum leik við Bolton í maí 2005 sem tryggði Portsmouth úrvalsdeildarsætið það tímabilið. Yakubu fór til Middlesbrough um sumarið þar sem hann var í tvö ár. Hann kostaði félagið 7,5 milljónir punda og skoraði til að mynda eitt mark í ótrúlegum sigri 3-0 sigri á Chelsea fyrra tímabilið sitt en liðið vann einnig Manchester United og Arsenal á tímabilinu. Yakubu skoraði í báðum þeim leikjum. Hann var áfram eftirsóttur og ákvað á endanum að ganga til liðs við Everton fyrir 11,25 milljónir punda. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir aðeins tíu mínútur í sínum fyrsta leik er Everton vann Bolton, 2-1, á útivelli. Yakubu er sá Afríkumaður sem hefur skorað flest mörk í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og er væntanlega hvergi nærri hættur. Nafn: Yakubu Aiyegbeni Fæddur: 22. nóvember 1982 í Benin, Nígeríu. Félög: Julius Berger (Nígeríu), Maggabi Haifa (Ísrael), Hapoel Kfar Saba (Ísrael, lán), Portsmouth, Middlesbrough, Everton. Númer: 22.
Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira