Enski boltinn

Riise sagði nei við Valencia

NordicPhotos/GettyImages

Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise hjá Liverpool hefur neitað tækifæri til að ganga í raðir Valencia á Spáni ef marka má viðtal við umboðsmann hans í norskum miðlum.

Riise á tæp tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool og vill halda þar áfram eins lengi og mögulegt er að sögn umboðsmannsins. Þetta ku ekki vera í fyrsta skipti sem spænska félagið hefur samband við umboðsmann Norðmannsins, en hann er reyndar í viðræðum um framlengingu á samningi sínum við Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×