Enski boltinn

Wenger: Áttum tapið skilið

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger reyndi ekki að verja sína menn í dag eftir að lið hans tapaði fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni í 2-1 skell gegn Middlesbrough á Riverside.

"Við töpuðum þessum leik af því við áttum það skilið. Það er svo einfalt. Middlesbrough var frískara liðið í dag," sagði Wenger.

"Við gáfum þeim allt of mikið pláss strax í byrjun og upp úr því fengu þeir vítaspyrnuna. Eftir það virkuðu menn þreyttir í fjórða útileik sínum í röð og þó við höfum gefið allt í að reyna að koma til baka, vantaði frískleika í spilamennskuna og því vorum við ekki að skapa okkur nógu hættuleg færi," sagði stjórinn í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×