Enski boltinn

Flottur sigur hjá Portsmouth

Muntari fagnar glæsilegu fyrra marki sínu
Muntari fagnar glæsilegu fyrra marki sínu NordicPhotos/GettyImages

Portsmouth vann í dag góðan 3-1 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og skellti sér þar með í fimmta sæti deildarinnar tímabundið.

Gestirnir komust yfir snemma leiks þegar Craig Gardner varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Það var svo Sulley Muntari sem innsiglaði sigur liðsins með glæsilegum mörkum á 40. og 61. mínútu. Gareth Barry minnkaði muninn fyrir Villa úr vítaspyrnu á 72. mínútu en lengra komust Villamenn ekki.

Villa var betri aðilinn í fyrri hálfleik en Portsmouth var búið að skora þrjú mörk áður en Scott Carson varði skot í leiknum. Þetta var fyrsti sigur Portsmouth á Villa Park í meira en hálfa öld. 

Þetta var sjötti útisigur Portsmouth í röð og greinilegt að lærisveinar Harry Redknapp eru í miklu stuði. Hermann Hreiðarsson sat á bekknum hjá Portsmouth í dag og kom ekki við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×