Enski boltinn

Klámmynd knattspyrnumanna til rannsóknar

NordicPhotos/GettyImages

Írska knattspyrnusambandið hefur nú til rannsóknar klámmyndband sem sýnir þrjá knattspyrnumenn í hópkynlífi með stúlku á hótelherbergi. Það var breska blaðið News of the World sem komst yfir myndbandið eftir að það rataði á Youtube í skamman tíma.

Myndbandið sýnir þrjá leikmenn í ástarleikjum með dökkhærðri stúlku og þrír aðrir fylgjast með. Einn þessarar leikmanna er klæddur í knattspyrnutreyju og markmannshanska meðan stúlkan veitir honum munngælur.

Írska knattspyrnusambandið hefur hrint af stað rannsókn á málinu og ætlar sér að ræða við leikmenn vegna myndbandsins, sem talið er að hafi verið tekið upp á hótelberbergi fyrir um hálfum mánuði. Það voru blaðamenn News of the World sem sýndu forráðamönnum írska knattspyrnusambandið myndbandið.

"Sambandið er að skoða málið og lítur það mjög alvarlegum augum," er haft eftir talsmanni írska sambandsins í News of the World í dag. "Þetta mál verður rannsakað ofan í kjölinn og við tjáum okkur ekki frekar um það fyrr en niðurstöður liggja fyrir.

Þetta er ekki fyrsta kynlífshneykslið sem kemur upp á yfirborðið í knattspyrnuheiminum á síðustu misserum, en þó er þetta í fyrsta skipti sem það gerist á Írlandi.

Fyrir ári síðan lak út myndband sem sýndi leikmenn Sunderland í ástarleikjum með stúlku í góðum holdum og þá var landslið Perú nýlega tekið inn á teppið fyrir svipaða iðju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×