Fótbolti

Barcelona lagði Deportivo

Iniesta og Xavi áttu þátt í mörkum Barcelona í kvöld
Iniesta og Xavi áttu þátt í mörkum Barcelona í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Barcelona vann í kvöld 2-1 sigur á Deportivo í lokaleiknum í spænska boltanum. Eiður Smári Guðjohnsen satt allan tímann á varamannabekknum hjá Katalóníuliðinu sem er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir erkifjendunum í Real Madrid.

Barcelona lenti undir strax eftir um tvær mínútur þegar fyrrum unglingaliðsmaður Barcelona, Christian, skoraði með glæsilegu þrumuskoti sem sló þögn á áhorfendur á Nou Camp.

Ronaldinho jafnaði metin fyrir Barcelona úr vítaspyrnu á 40. mínútu eftir að brotið hafði verið á Iniesta. Þar á undan höfðu Barcelona menn fengið nokkur góð færi og verið neitað um vítaspyrnu.

Í síðari hálfleiknum voru heimamenn svo allt í öllu en mark Xavi á 71. mínútu varð að endingu það eina sem skildi liðin að í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×