Enski boltinn

Brown á leið frá United?

Leiðir að skilja? Wes Brown á ekki framtíð fyrir sér hjá United að mati Alex Ferguson
Leiðir að skilja? Wes Brown á ekki framtíð fyrir sér hjá United að mati Alex Ferguson NordicPhotos/GettyImages

Nú þykir ólíklegt að varnarmaðurinn Wes Brown haldi áfram að leika með Englandsmeisturum Manchester United eftir að hann neitaði fjögurra ára samningi sem félagið bauð honum. Alex Ferguson segir að um lokatilboð hafi verið að ræða.

Brown hefur verið hjá Manchester United allan sinn feril en nú er útlit fyrir að hinn 28 ára gamli varnarmaður verði hugsanlega að leita annað. Samningur hans rennur út í lok leiktíðar.

"Brown hefur ekki samþykkt tilboð okkar svo við munum ekki ræða frekar við hann. Þetta er undir Wes komið en mér fannst við gera honum gott tilboð," sagði Ferguson og útilokaði ekki að leikmaðurinn færi á frjálsri sölu í sumar.

"Það yrðu vissulega vonbrigði, en það gæti gerst," sagði Sir Alex. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×