Fleiri fréttir

Sportpakkinn: Þetta er afskaplega dapurt

Það er ekki mikil ánægja hjá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ, þar sem sambandið fékk 20 prósent minna greitt úr Afrekssjóði ÍSÍ en í fyrra.

Sportpakkinn: Liðin eru mjög ánægð með breytingu HSÍ á bikarvikunni

Handknattleiksambands Íslands ákvað að bregðast við umræðu um of mikið álag á leikmönnum með því að gefa bikarúrslitaliðunum aukadag til að undirbúa sig fyrir bikarúrslitaleikinn í ár. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands.

Í bann fyrir að öskra á Anton og Jónas

Veselin Vujovic, þjálfari Zagreb, og Bozidar Jovic, framkvæmdastjóri liðsins, brjáluðust út í dómarana Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson eftir leik Zagreb gegn Flensburg í Meistaradeildinni og hafa nú fengið að gjalda þess.

Boca Juniors byrjar með handboltalið

Handboltinn heldur áfram að vaxa utan Evrópu og nú hefur argentínska félagið Boca Juniors tilkynnt að það ætli sér að byrja með handboltalið.

Tiger fimm höggum á eftir efsta manni

Genesis-boðsmótið í golfi hófst í gær en þar eru mættir til leiks flestir bestu kylfingar heims. Tiger Woods byrjaði með látum en náði ekki alveg að fylgja því eftir.

Guðrún: Stolt af liðinu - Var ekki svona róleg sem leikmaður

Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir sigurinn á Haukum í Geysisbikarnum í körfubolta og sagði tilfinninguna sem hún upplifði gífurlega sæta. Hún nefndi strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli

Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99.

Gunnar Steinn hélt upp á nýjan samning með stæl

Gunnar Steinn Jónsson og Rúnar Kárason áttu ríkan þátt í mikilvægum sigri Ribe-Esbjerg gegn liðinu í 3. sæti, Bjerringbro-Silkeborg, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA

Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné.

Selma Líf í markið hjá Napoli

Selma Líf Hlífardóttir er gengin í raðir Napoli og verður hjá ítalska knattspyrnufélaginu næstu fjóra mánuðina.

Fagnar endurkomu Ómars Inga

Eftir að hafa verið átta mánuði frá vegna höfuðmeiðsla er Ómar Ingi Magnússon kominn aftur á ferðina með Aalborg.

Sjá næstu 50 fréttir