Fallon Sherrock hársbreidd frá sögulegum sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2020 13:00 Fallon Sherrock er fyrsta konan sem keppir í úrvalsdeildinni í pílukasti. vísir/getty Fallon Sherrock var hársbreidd frá því að vinna sögulegan sigur í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í pílukasti í Nottingham í gær. Sherrock sló í gegn á HM í pílukasti í desember þar sem hún varð fyrsta konan til að vinna leik. Hún vann fyrstu tvo leiki sína á HM en féll úr leik í 3. umferð.Vegna frammistöðunnar á HM var Sherrock boðið að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti. Þar mæta fremstu pílukastarar heims svokölluðum „áskorendum“. Sherrock var nálægt því að verða fyrsti áskorandinn til að vinna leik í úrvalsdeildinni og fyrsta konan til að ná þeim áfanga þegar hún mætti Glen Durrant í gær. Sherrock var í góðri stöðu en Durrant tryggði sér jafntefli með því að taka út 70. Leikar fóru 6-6. IT'S A DRAW!!! Great resolve from Glen Durrant to force the draw from 6-4 down, but it's still a brilliant performance from Fallon Sherrock on her Premier League Challenger appearance! History denied, but a great game here in Nottingham! pic.twitter.com/QH42bV5WBe— PDC Darts (@OfficialPDC) February 13, 2020 Eftir leikinn hrósaði Durrant, sem er númer 22 á heimslistanum, Sherrock í hástert. „Þetta var mikil áskorun og Fallon á allt hrós skilið. Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlegir hjá henni. Þetta er minn erfiðasti leikur á ferlinum,“ sagði Durrant sem komst í átta manna úrslit á HM og varð BDO-heimsmeistari þrjú ár í röð (2017-19). Þrír af fimm leikjum gærdagsins í úrvalsdeildinni enduðu með jafntefli. Heimsmeistarinn Peter „Snakebite“ Wright gerði m.a. jafntefli við Gary Anderson, 6-6. Pílukast Tengdar fréttir Sherrock fyrsta konan sem er boðið að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti Fallon Sherrock heldur áfram að fá tækifæri vegna sögulegs árangurs á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 2. janúar 2020 12:00 Fallon Sherrock: „Allt hatrið gerir mig enn ákveðnari“ Hin 25 ára gamla Fallon Sherrock skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn er hún varð fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílu sem fram fór í Alexandra Palace í London frá 13. desember 2019 til 1. janúar 2020. 12. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira
Fallon Sherrock var hársbreidd frá því að vinna sögulegan sigur í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í pílukasti í Nottingham í gær. Sherrock sló í gegn á HM í pílukasti í desember þar sem hún varð fyrsta konan til að vinna leik. Hún vann fyrstu tvo leiki sína á HM en féll úr leik í 3. umferð.Vegna frammistöðunnar á HM var Sherrock boðið að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti. Þar mæta fremstu pílukastarar heims svokölluðum „áskorendum“. Sherrock var nálægt því að verða fyrsti áskorandinn til að vinna leik í úrvalsdeildinni og fyrsta konan til að ná þeim áfanga þegar hún mætti Glen Durrant í gær. Sherrock var í góðri stöðu en Durrant tryggði sér jafntefli með því að taka út 70. Leikar fóru 6-6. IT'S A DRAW!!! Great resolve from Glen Durrant to force the draw from 6-4 down, but it's still a brilliant performance from Fallon Sherrock on her Premier League Challenger appearance! History denied, but a great game here in Nottingham! pic.twitter.com/QH42bV5WBe— PDC Darts (@OfficialPDC) February 13, 2020 Eftir leikinn hrósaði Durrant, sem er númer 22 á heimslistanum, Sherrock í hástert. „Þetta var mikil áskorun og Fallon á allt hrós skilið. Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlegir hjá henni. Þetta er minn erfiðasti leikur á ferlinum,“ sagði Durrant sem komst í átta manna úrslit á HM og varð BDO-heimsmeistari þrjú ár í röð (2017-19). Þrír af fimm leikjum gærdagsins í úrvalsdeildinni enduðu með jafntefli. Heimsmeistarinn Peter „Snakebite“ Wright gerði m.a. jafntefli við Gary Anderson, 6-6.
Pílukast Tengdar fréttir Sherrock fyrsta konan sem er boðið að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti Fallon Sherrock heldur áfram að fá tækifæri vegna sögulegs árangurs á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 2. janúar 2020 12:00 Fallon Sherrock: „Allt hatrið gerir mig enn ákveðnari“ Hin 25 ára gamla Fallon Sherrock skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn er hún varð fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílu sem fram fór í Alexandra Palace í London frá 13. desember 2019 til 1. janúar 2020. 12. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira
Sherrock fyrsta konan sem er boðið að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti Fallon Sherrock heldur áfram að fá tækifæri vegna sögulegs árangurs á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 2. janúar 2020 12:00
Fallon Sherrock: „Allt hatrið gerir mig enn ákveðnari“ Hin 25 ára gamla Fallon Sherrock skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn er hún varð fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílu sem fram fór í Alexandra Palace í London frá 13. desember 2019 til 1. janúar 2020. 12. febrúar 2020 10:30