Sport

Fallon Sherrock hársbreidd frá sögulegum sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fallon Sherrock er fyrsta konan sem keppir í úrvalsdeildinni í pílukasti.
Fallon Sherrock er fyrsta konan sem keppir í úrvalsdeildinni í pílukasti. vísir/getty

Fallon Sherrock var hársbreidd frá því að vinna sögulegan sigur í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í pílukasti í Nottingham í gær.

Sherrock sló í gegn á HM í pílukasti í desember þar sem hún varð fyrsta konan til að vinna leik. Hún vann fyrstu tvo leiki sína á HM en féll úr leik í 3. umferð.

Vegna frammistöðunnar á HM var Sherrock boðið að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti. Þar mæta fremstu pílukastarar heims svokölluðum „áskorendum“.

Sherrock var nálægt því að verða fyrsti áskorandinn til að vinna leik í úrvalsdeildinni og fyrsta konan til að ná þeim áfanga þegar hún mætti Glen Durrant í gær.

Sherrock var í góðri stöðu en Durrant tryggði sér jafntefli með því að taka út 70. Leikar fóru 6-6.


Eftir leikinn hrósaði Durrant, sem er númer 22 á heimslistanum, Sherrock í hástert.

„Þetta var mikil áskorun og Fallon á allt hrós skilið. Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlegir hjá henni. Þetta er minn erfiðasti leikur á ferlinum,“ sagði Durrant sem komst í átta manna úrslit á HM og varð BDO-heimsmeistari þrjú ár í röð (2017-19).

Þrír af fimm leikjum gærdagsins í úrvalsdeildinni enduðu með jafntefli. Heimsmeistarinn Peter „Snakebite“ Wright gerði m.a. jafntefli við Gary Anderson, 6-6.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.