Enski boltinn

Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni

Sindri Sverrisson skrifar
Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Dortmund.
Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Dortmund. vísir/epa

Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar.Norska ungstirnið ákvað að semja við Dortmund í Þýskalandi, eftir að hafa slegið í gegn hjá RB Salzburg í Austurríki, og segist í viðtali við Viasport hafa gert upp hug sinn snemma. Haaland spilaði fyrir Ole Gunnar Solskjær hjá Molde í Noregi og Solskjær flaug til Austurríkis til þess að sannfæra leikmanninn um að koma á Old Trafford, en þá mun það hafa verið orðið of seint.„Ole Gunnar á mikinn þátt í því hver ég er í dag. En við töldum að Dortmund væri best fyrir mig. Ég hafði besta tilfinningu fyrir því og þess vegna valdi ég Dortmund,“ sagði Haaland sem hefur þegar skorað sjö mörk í aðeins fjórum leikjum í þýsku 1. deildinni.Eftir að Haaland valdi Dortmund var framherjanum og hans fólki lýst sem gráðugum í enskum götublöðum, og gefið í skyn að hann hefði hafnað United einungis vegna þess að hann vildi hærri laun.„Þetta verða þeir sem skrifa svona að útskýra fyrir mér þegar ég hitti þá. Þetta er ekki eitthvað sem ég hugsa um. Það er eiginlega frekar fyndið að ég skuli lenda í þessu. Allir sem standa mér næst vita að ég er ekki svona. Þetta hefur eiginlega verið frekar fyndið,“ sagði Haaland.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.