Handbolti

Boca Juniors byrjar með handboltalið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Boca Juniors er eitt þekktasta knattspyrnufélag heims en ætlar sér nú stóra hluti í handboltanum.
Boca Juniors er eitt þekktasta knattspyrnufélag heims en ætlar sér nú stóra hluti í handboltanum. vísir/getty

Handboltinn heldur áfram að vaxa utan Evrópu og nú hefur argentínska félagið Boca Juniors tilkynnt að það ætli sér að byrja með handboltalið.Handbolti er vinsæl íþróttagrein í Suður-Ameríku og hefur verið lengi. Er handbolti til að mynda kenndur í leikfimi í löndum eins og Brasilíu en mikið hefur vantað upp á að fylgja starfinu þar eftir.Það er þó allt að koma og tilkoma Boca inn í handboltaheiminn mun líklega hafa mikil áhrif á handboltann þar í landi en hann hefur verið á uppleið þar sem og í Brasilíu síðustu ár.

Argentínumenn hafa verið að sýna framfarir á síðustu heimsmeistaramótum og þeir ætla sér mun lengra.Þeirra lið verður á ÓL í Japan í sumar en Spánverjinn Manolo Cadenas þjálfar argentínska liðið í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.