Ólafía keppti við karla | Skrýtið fyrst en gaman að mæta þeim Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2020 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun leika á Symetra mótaröðinni líkt og í fyrra. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ein af tólf íslenskum kylfingum sem tóku þátt á móti sem lauk í Murcia á Spáni í gær. Mótið er hluti af Evolve-mótaröðinni þar sem bæði karlar og konur keppa. Ólafía náði næstbesta árangri kvenna á mótinu en hún átti sinn besta hring í gær þegar hún lék á -4 höggum. Samtals lék hún hringina þrjá á -5 höggum og endaði í 6.-7. sæti, jöfn Bjarka Péturssyni. Andri Þór Björnsson náði bestum árangri Íslendinganna en hann var um tíma í forystu og endaði jafn hinni suður-kóresku Jee Hyun Ahn í 2.-3. sæti á -8 höggum. Gyu Ho Lee frá Suður-Kóreu vann mótið á -10 höggum. Ólafía heldur brátt til Bandaríkjanna þar sem hún mun keppa á Symetra-mótaröðinni, þeirri næstbestu vestanhafs. Í samtali við Klefann sagðist hún hafa notið þess að prófa sig gegn karlkyns kylfingum á alvöru móti: „Það var gaman að spreyta sig á móti strákunum. Það var smá skrýtið fyrst að vera að keppa með þeim en það vandist fljótt. Fyrir mig var þetta mót mest til þess að dusta rykið af kylfunum og taka smá keppnisgolf áður en ég fer til Bandaríkjanna að keppa á Symetra mótaröðinni. Ég get ekki annað en verið ánægð með spilamennskuna. Það er jú keppnisskap í mér þannig að ég var ekki sú allra sáttasta í gær [í fyrradag], fannst ég eiga mikið inni fyrstu tvo dagana. En ég fékk örn í dag [í gær] og margt gott að gerast. Ég leyfi mér að vera þolinmóð að koma mér aftur í keppnisform,“ sagði Ólafía við Klefann.is. Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ein af tólf íslenskum kylfingum sem tóku þátt á móti sem lauk í Murcia á Spáni í gær. Mótið er hluti af Evolve-mótaröðinni þar sem bæði karlar og konur keppa. Ólafía náði næstbesta árangri kvenna á mótinu en hún átti sinn besta hring í gær þegar hún lék á -4 höggum. Samtals lék hún hringina þrjá á -5 höggum og endaði í 6.-7. sæti, jöfn Bjarka Péturssyni. Andri Þór Björnsson náði bestum árangri Íslendinganna en hann var um tíma í forystu og endaði jafn hinni suður-kóresku Jee Hyun Ahn í 2.-3. sæti á -8 höggum. Gyu Ho Lee frá Suður-Kóreu vann mótið á -10 höggum. Ólafía heldur brátt til Bandaríkjanna þar sem hún mun keppa á Symetra-mótaröðinni, þeirri næstbestu vestanhafs. Í samtali við Klefann sagðist hún hafa notið þess að prófa sig gegn karlkyns kylfingum á alvöru móti: „Það var gaman að spreyta sig á móti strákunum. Það var smá skrýtið fyrst að vera að keppa með þeim en það vandist fljótt. Fyrir mig var þetta mót mest til þess að dusta rykið af kylfunum og taka smá keppnisgolf áður en ég fer til Bandaríkjanna að keppa á Symetra mótaröðinni. Ég get ekki annað en verið ánægð með spilamennskuna. Það er jú keppnisskap í mér þannig að ég var ekki sú allra sáttasta í gær [í fyrradag], fannst ég eiga mikið inni fyrstu tvo dagana. En ég fékk örn í dag [í gær] og margt gott að gerast. Ég leyfi mér að vera þolinmóð að koma mér aftur í keppnisform,“ sagði Ólafía við Klefann.is.
Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira