Handbolti

Í bann fyrir að öskra á Anton og Jónas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vujovic og dómarar hafa aldrei átt skap saman.
Vujovic og dómarar hafa aldrei átt skap saman. vísir/getty

Veselin Vujovic, þjálfari Zagreb, og Bozidar Jovic, framkvæmdastjóri liðsins, brjáluðust út í dómarana Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson eftir leik Zagreb gegn Flensburg í Meistaradeildinni og hafa nú fengið að gjalda þess.

Vujovic hefur verið settur í eins leiks bann og fékk þess utan sekt upp á tæpar 280 þúsund krónur. Jovic var sektaður um rúmar 200 þúsund krónur fyrir sína hegðun. Leikurinn fór 25-26 fyrir Flensburg.

Þeir félagar eltu okkar menn eftir leikinn að búningsklefa sínum og helltu á meðan úr skálum reiði sinnar.

Vujovic hefur alla tíð verið mjög skapheitur maður og er ekki að fara í sitt fyrsta bann á ferlinum og líklega ekki það síðasta heldur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.