Handbolti

Í bann fyrir að öskra á Anton og Jónas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vujovic og dómarar hafa aldrei átt skap saman.
Vujovic og dómarar hafa aldrei átt skap saman. vísir/getty

Veselin Vujovic, þjálfari Zagreb, og Bozidar Jovic, framkvæmdastjóri liðsins, brjáluðust út í dómarana Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson eftir leik Zagreb gegn Flensburg í Meistaradeildinni og hafa nú fengið að gjalda þess.

Vujovic hefur verið settur í eins leiks bann og fékk þess utan sekt upp á tæpar 280 þúsund krónur. Jovic var sektaður um rúmar 200 þúsund krónur fyrir sína hegðun. Leikurinn fór 25-26 fyrir Flensburg.

Þeir félagar eltu okkar menn eftir leikinn að búningsklefa sínum og helltu á meðan úr skálum reiði sinnar.

Vujovic hefur alla tíð verið mjög skapheitur maður og er ekki að fara í sitt fyrsta bann á ferlinum og líklega ekki það síðasta heldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×