Handbolti

Sportpakkinn: Liðin eru mjög ánægð með breytingu HSÍ á bikarvikunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar unnu bikarinn í fyrra en léku þá úrslitaleikinn daginn eftir undanúrslitaleikinn.
FH-ingar unnu bikarinn í fyrra en léku þá úrslitaleikinn daginn eftir undanúrslitaleikinn. Mynd/S2 Sport

Handknattleiksambands Íslands ákvað að bregðast við umræðu um of mikið álag á leikmönnum með því að gefa bikarúrslitaliðunum aukadag til að undirbúa sig fyrir bikarúrslitaleikinn í ár. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands.

Í vikunni var dregið í undanúrslitin í karla og kvennaflokki í Coca Cola bikarnum í handbolta sem leikinn verða á miðvikudegi og fimmtudegi í fyrsta sinn. En hvers vegna þessar breytingar?

„Við ákváðum fyrst og fremst að gera þetta til að gefa liðunum auka frídag inn á milli. Það er mikil umræða innan handboltans um álag á leikmönnum og við viljum vera með í þeirri umræðu og sjálfsögðu aðeins að létta á því,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands.

„Ég held að það sé mikill munur fyrir liðin að spila á miðvikudag og fimmtudag í staðinn fyrir fimmtudag og föstudag, þegar kemur að úrslitaleiknum á laugardegi. Eins gefur þetta liðunum sem eru í úrslitunum, sér í lagi karla megin sem voru að spila á föstudegi áður, aukið tækifæri til að mynda stemmningu í sínum liðum,“ sagði Róbert Geir

„Með þessu náum við vonandi að fjölga áhorfendur og auka stemmningu á úrslitaleikjunum á laugardeginum,“ sagði Róbert Geir.

„Þetta er búið að takast frábærlega undanfarin ár og við viljum alltaf gera betur. Með þessu þá held ég að við munum auka gæðin á leikjunum á laugardeginum. Vonandi náum við líka að auka stemmninguna með auknum áhorfendafjölda. Liðin sem við höfum talað við eru mjög ánægð með þetta og ég held að þetta sér eitthvað sem verði keppninni til hagsbóta,“ sagði Róbert Geir.

Það má sjá alla frétt Guðjón Guðmundssonar um breytinguna á uppsetningu bikarvikunnar hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Ég held að þetta sé mikill munur fyrir liðin í bikarúrslitaleiknum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×