Håland: Peningarnir voru ekki ástæðan fyrir því að ég vildi ekki fara til Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 11:30 Erling Braut Håland er frábær leikmaður og er enn aðeins nítján ára gamall. Getty/Mario Hommes Manchester United missti af norska undraframherjanum Erling Braut Håland í janúarglugganum og hann endaði hjá Borussia Dortmund þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Peningar voru ekki ástæðan fyrir því að hann vildi ekki semja við United. Manchester United var eitt af tólf félögum, samkvæmt umboðsmanni stráksins Mino Raiola, sem voru í viðræðum við Erling Håland í janúar. Það var hægt að kaupa upp samning Erling Håland við austurríska félagið RB Salzburg fyrir sautján milljónir punda sem eru í raun smáaurar í þessum heimi í dag. Málið var því að sannfæra leikmanninn sjálfan um að koma. Samkvæmt fréttum var Manchester United til í að borga þessa upphæð fyrir Norðmanninn. Félagið var aftur á móti ekki tilbúið að sætta sig við ákveðna afarkosti í samningagerðinni þar á meðal meðal upphæðina til að kaupa hann út sem gaf öðrum félögum tækifæri að fá Håland fyrir alltof lítið. Erling Braut Håland endaði á að velja Borussia Dortmund og gerði fjögurra og hálfs árs samning við þýska félagið. Hann hefur skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjunum með Dortmund. "All the people closest to me know that's not the kind of person I am." The Norwegian striker praises Mino Raiola after criticism of his agent...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2020 Håland þvertekur fyrir að peningagræðgi hafi ráðið ákvörðun hans. „Nei. Þeir sem skrifuðu það verða að svara fyrir það sjálfir. Þeir verða líka að útskýra það fyrir mér þegar ég hitti þá,“ sagði Erling Håland í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina Viasport. „Mér finnst það frekar fyndið að ég hafi fengið þennan stimpil. Allir þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þannig manneskja. Þetta er bara fyndið. Þegar tímabilið var búið þá fórum ég og pabbi að tala saman um framhaldið,“ sagði Erling Håland og sagði að hann hefði borið Dortmund undir föður sinn. „Það varð allt í einu möguleiki og ég hafði góða tilfinningu að fara þangað. Ferlið var frekar einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Ég spila bara fótbolta og var ekkert að pæla í þessu fyrr en fyrri hluti tímabilsins kláraðist,“ sagði Erling Håland. „Ég kom þannig séð ekki mikið nálægt þessu ef ég segi alveg eins og er. Markmiðið var að finna besta klúbbinn fyrir mig,“ sagði Erling Håland. Erling Håland hrósar umboðsmanni sínum Mino Raiola. „Hann er sá besti í heimi í sínu starfi. Það er ekkert flóknara. Hann fær mjög neikvæða umfjöllun og það er kannski vegna að þess að fólk kann ekki við hann af því að hann er að vinna svo gott starf fyrir skjólstæðinga sína. Hann hefur verið mjög hjálplegur og það gott að hafa hann á svæðinu,“ sagði Erling Håland. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Manchester United missti af norska undraframherjanum Erling Braut Håland í janúarglugganum og hann endaði hjá Borussia Dortmund þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Peningar voru ekki ástæðan fyrir því að hann vildi ekki semja við United. Manchester United var eitt af tólf félögum, samkvæmt umboðsmanni stráksins Mino Raiola, sem voru í viðræðum við Erling Håland í janúar. Það var hægt að kaupa upp samning Erling Håland við austurríska félagið RB Salzburg fyrir sautján milljónir punda sem eru í raun smáaurar í þessum heimi í dag. Málið var því að sannfæra leikmanninn sjálfan um að koma. Samkvæmt fréttum var Manchester United til í að borga þessa upphæð fyrir Norðmanninn. Félagið var aftur á móti ekki tilbúið að sætta sig við ákveðna afarkosti í samningagerðinni þar á meðal meðal upphæðina til að kaupa hann út sem gaf öðrum félögum tækifæri að fá Håland fyrir alltof lítið. Erling Braut Håland endaði á að velja Borussia Dortmund og gerði fjögurra og hálfs árs samning við þýska félagið. Hann hefur skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjunum með Dortmund. "All the people closest to me know that's not the kind of person I am." The Norwegian striker praises Mino Raiola after criticism of his agent...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2020 Håland þvertekur fyrir að peningagræðgi hafi ráðið ákvörðun hans. „Nei. Þeir sem skrifuðu það verða að svara fyrir það sjálfir. Þeir verða líka að útskýra það fyrir mér þegar ég hitti þá,“ sagði Erling Håland í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina Viasport. „Mér finnst það frekar fyndið að ég hafi fengið þennan stimpil. Allir þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þannig manneskja. Þetta er bara fyndið. Þegar tímabilið var búið þá fórum ég og pabbi að tala saman um framhaldið,“ sagði Erling Håland og sagði að hann hefði borið Dortmund undir föður sinn. „Það varð allt í einu möguleiki og ég hafði góða tilfinningu að fara þangað. Ferlið var frekar einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Ég spila bara fótbolta og var ekkert að pæla í þessu fyrr en fyrri hluti tímabilsins kláraðist,“ sagði Erling Håland. „Ég kom þannig séð ekki mikið nálægt þessu ef ég segi alveg eins og er. Markmiðið var að finna besta klúbbinn fyrir mig,“ sagði Erling Håland. Erling Håland hrósar umboðsmanni sínum Mino Raiola. „Hann er sá besti í heimi í sínu starfi. Það er ekkert flóknara. Hann fær mjög neikvæða umfjöllun og það er kannski vegna að þess að fólk kann ekki við hann af því að hann er að vinna svo gott starf fyrir skjólstæðinga sína. Hann hefur verið mjög hjálplegur og það gott að hafa hann á svæðinu,“ sagði Erling Håland.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu