Sport

Mayweather æfði nánast ekkert fyrir bardagann gegn Conor

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mayweather sigraði Conor í boxbardaga 2017. Báðir fengu þeir sand af seðlum fyrir bardagann.
Mayweather sigraði Conor í boxbardaga 2017. Báðir fengu þeir sand af seðlum fyrir bardagann. vísir/getty

Floyd Mayweather segist lítið sem ekkert hafa æft fyrir bardagann gegn Conor McGregor.

Eftir tveggja ára fjarveru steig Mayweather aftur inn í hringinn í ágúst 2017 og mætti McGregor í fyrsta boxbardaga þess síðarnefnda. Mayweather vann með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu.

Mayweather segist hafa tekið bardagann alvarlega þótt hann hafi ekki æft mikið í aðdraganda hans, eða nánast ekki neitt.

„Eina sem ég gerði voru armbeygjur og magaæfingar. Kýldi nokkrum sinnum í púða,“ sagði Mayweather.

„Ég fór í æfingabúðir í Vegas í nokkra daga. Stundum fór ég ekki í ræktina í viku. Ég tók þetta samt alvarlega. Ég vildi skemmta mér og fólkinu í bardaganum.“

Talið er að Mayweather hafi fengið 275 milljónir Bandaríkjadala fyrir bardagann gegn McGregor.

Mayweather hefur ekki barist síðan hann mætti McGregor. Hann vann alla 50 bardaga sína á ferlinum.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×