Enski boltinn

Dani Ceballos fór ekki í Liverpool út af Jürgen Klopp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Ceballos í baráttunni við Sadio Mane í leik gegn Liverpool.
Dani Ceballos í baráttunni við Sadio Mane í leik gegn Liverpool. Getty/Chloe Knott

Dani Ceballos fór á láni frá Real Madrid til Arsenal en hann hefði líka getað farið til Liverpool. Ceballos hafði hins vegar ekki áhuga á því vegna knattspyrnustjórans Jürgens Klopp.

Dani Ceballos vildi frekar spila fyrir Unai Emery en fyrir Jürgen Klopp. Ceballos byrjaði vel hjá Arsenal en tognaði síðan aftan í læri.

Það fór svo að Unai Emery var rekinn og Mikel Arteta tók við sem voru ekki góðar fréttir fyrir spænska miðjumanninn.



Hann hefur aðeins fengið eitt tækifæri hjá Mikel Arteta en það var í 2-1 sigri á Bournemouth í enska bikarnum.

„Það fyllir mann stolti að vita af því að lið eins og Liverpool vilji fá þig en ég vildi fara til Arsenal af því að Emery tók í hendina á mér og sagði mér að ég myndi passa vel inn í Arsenal-liðið,“ sagði Dani Ceballos.

Dani Ceballos lagði upp tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með Arsenal en hefur ekki átt þátt í marki eftir það. Hann var ónotaður varamaður í síðustu þremur deildarleikjum Arsenal fyrir vetrarfríið.



Frá því að Dani Ceballos tók þessa ákvörðun hefur Liverpool liðið unnið Ofurbikar Evrópu, heimsmeistarakeppni félagslið og er svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn.

„Klopp er frábær þjálfari en þú verður að skoða leikstíl liðsins. Eins og staðan er núna þá passa leikmaður eins og ég er ekki inn í leikstíl Livrpool. Þegar þú ert orðaður við eitt besta liðið sýnir þér samt að þú ert að gera eitthvað rétt,“ sagði Ceballos.

Dani Ceballos er nú í æfingaferð með Arsenal í Dúbaí og að reyna að sanna sig fyrir nýja knattspyrnustjóranum hjá Arsenal. Næsti leikur liðsins er á móti Newcastle á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×