Fótbolti

Zlatan í bann vegna níu ára gamals brots | Ronaldo tryggði Juve jafntefli

Sindri Sverrisson skrifar
Zlatan Ibrahimovic rökræðir við dómarann á San Siro í kvöld.
Zlatan Ibrahimovic rökræðir við dómarann á San Siro í kvöld. vísir/epa

Cristiano Ronaldo tryggði Juventus 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó í kvöld. Milan verður án lykilmanna þegar liðin mætast í seinni leik sínum í Tórínó í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í fótbolta.Ante Rebic kom Milan yfir í fyrri leik liðanna í kvöld eftir klukkutíma leik. Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka fékk Theo Hernández sitt annað gula spjald og þar með rautt. Juventus tókst að nýta sér liðsmuninn þegar Ronaldo nældi í vítaspyrnu undir lokin og jafnaði metin með því að skora úr henni.Liðin mætast aftur 4. mars en þá verða bæði Hernández og Zlatan Ibrahimovic í banni hjá Milan. Ibrahimovic fékk gult spjald í kvöld og hefur þar með safnað þremur áminningum í ítalska bikarnum. Reglurnar í keppninni eru þannig að áminningar þurrkast ekki út eftir hverja leiktíð, en Zlatan hafði fengið áminningu í bikarleik gegn Torino í síðasta mánuði og aðra áminningu í undanúrslitum keppninnar árið 2011! Í millitíðinni spilaði Svíinn með PSG í Frakklandi, Manchester United á Englandi og LA Galaxy í Bandaríkjunum, en það skiptir engu máli samkvæmt reglunum í ítalska bikarnum.Milan verður einnig án Samu Castillejo í seinni leiknum, en hann fékk gult spjald í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.