Sport

Fór í laseraðgerð á augunum | Gat ekki séð hver staðan var

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Winston í leik með Bucs.
Winston í leik með Bucs. vísir/getty

Framtíð NFL-leikstjórnandans Jameis Winston er í lausu lofti en eitt er ljóst að hann mun sjá betur á næstu leiktíð.

Nærsýni hefur verið að plaga leikstjórnanda Tampa Bay Buccaneers og á hugsanlega sök á því hvað hann kastar mörgum boltum frá sér. Hann fór því í laseraðgerð til þess að laga sjónina.

„Hann hikaði ekki. Hann elskar leikinn og gerir allt til þess að vera upp á sitt besta. Ef hann getur bætt sig á einhvern hátt þá gerir hann það,“ sagði umboðsmaður leikstjórnandans, Denise White.

Winston hefur ekki séð vel allan sinn feril og allt frá því í háskóla hefur sést er hann pírir augun á vellinum.

„Hann sér ekki hvað stendur á stigatöflunni en sér mennina fyrir framan sig. Það er nóg,“ sagði Bruce Arians sem þjálfaði Winston í fyrra.

Winston var með flesta kastjarda á síðustu leiktíð sem og 33 snertimarkssendingar. Hann kastaði að sama skapi 30 sinnum frá sér sem er allt of mikið.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×