Pele svarar syni sínum í yfirlýsingu: Ég er ekki hræddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 11:00 Pele með Kylian Mbappe en þeir eru einu táningarnir sem hafa náð að skora mark í úrslitaleik HM í fótbolta. Getty/Anthony Ghnassia Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele gerir lítið úr áhyggjum sonar síns og segir ekkert til í því að hann skammi sín vegna slæmrar heilsu eða að hann þori ekki lengur út úr húsi. Edinho, sonur Pele, tjáði sig opinberlega á dögunum um áhyggjur af föður sínum. Hann talaði meðal um það að hinn 79 ára faðir hans skammaði sín fyrir að geta ekki gengið lengur óstuddur vegna mjaðmavandamála og það hefði mjög slæm áhrif á hann andlega. Pele, sem varð á sínum tíma heimsmeistari í þrígang og er einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, hefur allt aðra sögu að segja. "I am good. I continue to accept my physical limitations in the best way possible." Pele says his health issues are normal for people his age https://t.co/JYUOwxgkTgpic.twitter.com/64vSIUJx5s— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2020 „Ég er góður. Ég sætti mig við líkamlegar takmarkanir mínar eins vel og mögulegt er og held áfram að láta boltann rúlla,“ sagði Pele sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann sló í gegn á HM í Svíþjóð 1958. Pele skoraði alls 1281 mark í 1363 leikjum á 21 árs ferli en þar af voru 77 mörk í 91 landsleik fyrir Brasilíu. Hann varð heimsmeistari 1958, 1962 og 1970. Hann gekkst undir aðgerð á blöðruhálskirtli árið 2015 og fór á sjúkrahús vegna þvagrásarsýkingar á síðasta ári. Vinir hans segja hins vegar að Pele hafi haft í nógu að snúast í janúar. Pele fór í myndatökur og vann fyrir styrktaraðila sína. Þá er hann að vinna í að gera heimildarmynd um lífið sitt. „Ég forðast ekki mínar skuldbindingar og það er alltaf nóg að gera hjá mér,“ sagði Pele í yfirlýsingu sinni. „Ég á bæði góða og slæma daga sem er eðlilegt fyrir mann á mínum aldri. Ég er ekki hræddur, Ég er staðráðinn í að sinna mínum málefnum og hef trú á mér í þeim,“ sagði Pele. Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi Goðsögnin Pelé fer varla út úr húsi í dag vegna heilsubrests. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele gerir lítið úr áhyggjum sonar síns og segir ekkert til í því að hann skammi sín vegna slæmrar heilsu eða að hann þori ekki lengur út úr húsi. Edinho, sonur Pele, tjáði sig opinberlega á dögunum um áhyggjur af föður sínum. Hann talaði meðal um það að hinn 79 ára faðir hans skammaði sín fyrir að geta ekki gengið lengur óstuddur vegna mjaðmavandamála og það hefði mjög slæm áhrif á hann andlega. Pele, sem varð á sínum tíma heimsmeistari í þrígang og er einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, hefur allt aðra sögu að segja. "I am good. I continue to accept my physical limitations in the best way possible." Pele says his health issues are normal for people his age https://t.co/JYUOwxgkTgpic.twitter.com/64vSIUJx5s— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2020 „Ég er góður. Ég sætti mig við líkamlegar takmarkanir mínar eins vel og mögulegt er og held áfram að láta boltann rúlla,“ sagði Pele sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann sló í gegn á HM í Svíþjóð 1958. Pele skoraði alls 1281 mark í 1363 leikjum á 21 árs ferli en þar af voru 77 mörk í 91 landsleik fyrir Brasilíu. Hann varð heimsmeistari 1958, 1962 og 1970. Hann gekkst undir aðgerð á blöðruhálskirtli árið 2015 og fór á sjúkrahús vegna þvagrásarsýkingar á síðasta ári. Vinir hans segja hins vegar að Pele hafi haft í nógu að snúast í janúar. Pele fór í myndatökur og vann fyrir styrktaraðila sína. Þá er hann að vinna í að gera heimildarmynd um lífið sitt. „Ég forðast ekki mínar skuldbindingar og það er alltaf nóg að gera hjá mér,“ sagði Pele í yfirlýsingu sinni. „Ég á bæði góða og slæma daga sem er eðlilegt fyrir mann á mínum aldri. Ég er ekki hræddur, Ég er staðráðinn í að sinna mínum málefnum og hef trú á mér í þeim,“ sagði Pele.
Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi Goðsögnin Pelé fer varla út úr húsi í dag vegna heilsubrests. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi Goðsögnin Pelé fer varla út úr húsi í dag vegna heilsubrests. 11. febrúar 2020 08:00