Handbolti

Janus Daði stóð upp úr í Meistaradeildinni

Sindri Sverrisson skrifar
Janus Daði Smárason er kominn með Aalborg í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Janus Daði Smárason er kominn með Aalborg í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty

Janus Daði Smárason hefur verið útnefndur leikmaður vikunnar í bestu handknattleiksdeild í heimi, Meistaradeild Evrópu.

Janus Daði átti frábæran leik fyrir Aalborg þegar liðið náði í stig í Ungverjalandi með 26:26-jafntefli við Pick Szeged, lið Stefáns Rafns Sigurmannssonar. Janus Daði skoraði meðal annars sex mörk í leiknum og var markahæstur ásamt Buster Juul-Lassen.Aalborg er í 4. sæti af átta liðum í A-riðli þegar þrjár umferðir eru eftir og búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Pick Szeged er í 2. sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.